Hvað er að frétta? Hér getur þú lesið þig til um hvað er á döfinni eða hvað við höfum tekið okkur fyrir hendur. Er kannski veisla framundan hjá okkur sem er opin öllum? Ef þig langar til að verða Drúídi þá er það rétta tækifærið til að kynnast okkur betur. Þú fréttir allt það helsta hér.
Við erum mikið meira en "karlaklúbbur" - við erum bræðralag
Formlegir fundir eru kjarninn í okkar starfi. Mannrækt og góður matur. Við sækjum reglulega stúkufundi erlendis, t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Við höldum ýmsa viðburði. Þar á meðal er kótilettukvöld, páskabingó, skötuveisla, sprengidagsveisla, jólaböll og fleira.
Drúídar á Íslandi eru með sinn eigin mótorhjólaklúbb sem kallast Merlins Brothers. Bræður Merlíns fara saman, út að hjóla, bæði í langar og stuttar ferðir.
Drúídar kunna gott að meta. Guðaveigarnar, whisky eða whiskey, getum við flestir ekki látið fram hjá okkur fara. Við höldum sérstök kynningarkvöld.
Sjálftæð kvennadeild Drúída kallast Birgittur
Lágmarksaldur er 21 ár
Þú verður að vera með Íslenskan ríkisborgararétt
Verður að njóta almennrar virðingar í þjóðfélaginu
Þú þarft 2 meðmælendur sem eru meðlimir í Reglunni
Þarabakka 3, 3ju hæð, 109 Reykjavík
Opið miðvikudaga frá kl. 13:00-15:00