BlackSimpleBeautifulNatureEmailHeader

Ávarp Ríkis Stór Eðal Erks

Kæru bræður.

Senn er að baki fyrsta starfsár HÍDR og hefur starfið gengið ljó
mandi vel og getum við verið stoltir af Reglunni okkar. En það er mikið starf eftir og í raun lýkur þessu starfi aldrei. Reglan er í sífelldri þróun og þurfum við að vera duglegir að fylgjast með nýjungum sem nýta mætti í starfinu en á sama tíma standa fastir á því sem Reglan stendur fyrir. Í Noregi er mikið að gerast í þessum málum og er okkur velkomið að fylgjast með og það munum við gera.
Ein mesta byltingin til langs tíma er Mamedo kerfið sem mun verulega létta störf embættismanna og allar upplýsingar komnar á einn stað. Þarna verða geymdar fundarmætingar, gráðu hækkanir, Barden blaðið til lestrar og upplýsinga efni fyrir bræður tengdar gráðum og svo margt fleira.
 
Hið nýopnaða Kansellí er að nýtast mjög vel til stjórnar- og fræðslufunda og er það mjög ánægjulegt. Núna hefur verið ákveðinn opnunartími milli 12:00 – 15:00 alla miðvikudaga og situr RSSkr þar við vinnu og móttöku gesta. Hver veit nema það verði fleiri sem koma að opnunartíma í náinni framtíð. Endilega kíkja á bróður Eirík RSSkr til að fá upplýsingar eða bara kaffispjall um starfið eða hvað sem er.
 
Þegar þetta er skrifað er ekki hafið eldgos við Grindavík, allt er í óvissu. Litlar líkur taldar á, þótt ekki verði eldgos, að haldin verði jól í Grindarvík þar sem innviðir eru mikið skemmdir. Við finnum sárt til með öllum þeim fjölskyldum sem þessi eldsumbrot hafa áhrif á og sérstaklega bræðrum okkar sem eru búsettir þarna. Reynum eftir bestu getu að aðstoða þá og gleymum ekki að andlegur stuðningur skiptir líka máli og öll faðmlög vel þegin.
 
Í byrjun desember ljúkum við starfinu með fundum þar sem mökum er boðið með í Lundinn og eitthvað gott að borða á eftir. Þetta er fyrir mér upphaf jólanna sú stund sem ég kemst í jólaskapið. Vonandi komumst við allir í jólaskapið og náum að undirbúa jólin með fjölskyldum okkar en við vitum að það verður ekki allstaðar auðvelt.
 
Fyrir hönd HÍDR óska ég ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla.
Megi farsæld og friður fylgja ykkur á nýju ári.

Jóhann Bogason,
Ríkis Stór Eðal Erk