BlackSimpleBeautifulNatureEmailHeader

Ávarp Stór Eðal Erks

Kæru bræður

Við fögnum nú 25 ára afmæli reglunnar á Íslandi. Reglan var stofnuð 27.09.1996 og varð því 25 ára í september á síðastliðnu ári.

Í byrjun var stúkan Janus stofnuð og eftir 2ja ára starf var stúkan Fjölnir stofnuð árið 2002 var stúkan Geysir í Hveragerði stofnuð. Þarna var starfsemin í Mjódd í litlum sal fram til 2003 er Reglan festi kaup á húsnæði í Síðumúla 1. Starfið blómstraði og bræðrum fjölgaði.

Vorið 2008 var stórstúkan Ísafold stofnuð og urðu kaflaskipti í starfsemi reglunnar á Íslandi.

Árið 2013 var stúkan Gæja í Reykjanesbæ stofnuð og festu þeir kaup á húsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Starfið óx og bræðrum fjölgaði og blómstraði stúkustarfið áfram næstu árin.

Árið 2014 selur reglan húsnæði sitt að Síðumúla 1 og festi kaup á húnsæði að Þarabakka 3 þar sem bræður unnu þrekvirki til að búa til fallegan veislusal  og einstaklega fallegan lund.

Árið 2020 gerði Covid stóran strik í starfi stúkunnar með fækkun funda vegna fjöldatakmarkanna.

Stúkurnar reyndu að halda starfi sýnu áfram með óreglulegum fundum og í fjarfundum, enga síður náðu þeir að halda starfinu það öflugu að bræðrum fjölgaði.

Fyrir 5 árum síðan hófust umræður á milli hinnar norsku Ríkisstórstúku og Stórstúkunnar  á Íslandi að stofnuð yrði Ríkisstórstúka á Íslandi. Þessar viðræður hafa gengið mjög vel og stöndum við nú á þeim tímamótum að hin Íslenska Ríkisstórstúka verði stofnuð í febrúar 2023.

Þetta er stórt skref í vexti Drúída á Íslandi og við í stórstúkunni Ísafold og bræður á Íslandi erum fullir tilhlökkunar við til þessa stóra skref.

Allt er þetta unnið í góðri samvinnu við Norsku Ríkisstórstúkuna og munum við tengjast henni áfram sterkum böndum við viljum þakka hinni Norsku Ríkisstórstúku og bræðrum í Noregi fyrir það traust sem þeir hafa sýnt okkur.

Óska ég öllum bræðrum til hamingju með 25 ára afmælið og þessum stóra áfanga sem fram undan er.

Í lokin vill ég þakka öllum bræðrum sem komið hafa að útgáfu þessa blaðs og undirbúnings afmælishátíðar.

Í einingu firði og samstöðu.

Grétar Árnasson
Stór Eðal Erk Ísafoldar