BlackSimpleBeautifulNatureEmailHeader

Drúídstúkan Fjölnir

Þegar stúkan Fjölnir var stofnuð, þá var aðeins ein stúka fyrir á Íslandi – stúkan Janus og var hún rétt tveggja ára þegar að farið var í stofnun Fjölnis.

Voru það 18 bræður úr stúkunni Janus sem voru stofnendur Fjölnis. Í dag eru meðlimir Fjölnis um 55 og erum við með fundi annan hvern miðvikudag í Þarabakka 3 Mjódd. En síðan hafa stúkurnar Geysir og Gaia verið stofnaðar út frá stúkunni Fjölni.

Stúkan Fjölnir er staðsett í Þarabakka 3 í Mjódd eins og stúkurnar Janus og stúkan Geysir en stúkan Gaia er með stúkuhús og sína starfsemi í Reykjanesbæ.  

Nafnið Fjölnir er vísun í gamla tímaritið Fjölnir og Fjölnismenn sem börðust, með orðinu einu að vopni, fyrir sjálfstæði Íslands á öldum áður.

Nafnið Fjölnir stendur einnig fyrir fjölgun eða þróun þekkingar. Stúkumerki Fjölnis vísar okkur þangað, þar sem byggt er á fortíðinni en horft til framtíðar. Einnig má greina tilvísun til Sögueyjunnar og handritanna.

 • Stofndagur

  9. október 1998

 • Heimilisfang

  Þarabakki 3, 109 Reykjavík

 • Fundardagar

  Miðvikudagar, aðra hvora viku

 • Stúkunúmer

  Fjölnir er stúka nr. 041

 • Móðurstúka

  Drúídstúkan Janus

 • Stórstúka

  Stórstúkan Ísafold

 • Fjöldi bræðra

  Það eru 55 bræður í Fjölni (maí 2024)

 • Hlutfall bræðra

  34% virkra bræðra eru í Fjölni

Almenn fyrirspurn til Fjölnis

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.

Embættismenn Fjölnis

2023-2025

Stjórn 2021-2023

Stjórn 2019-2021

Stjórn 2017-2019

Stjórn 2015-2017

Stjórn 2013-2015

Stjórn 2011-2013

Stjórn 2009-2011

Stjórn 2007-2009

Stjórn 2005-2007

Stjórn 2002-2005

Stjórn 2001-2002

Stjórn 1998-2001