BlackSimpleBeautifulNatureEmailHeader

Drúídstúkan Gaia

Stúkan Gaia var stofnuð 07.september 2013 af 18 bræðrum sem voru áður í stúkunum Fjölni og Janusi. Stúkan er nefnd eftir gyðjunni Gaia sem er persónugerfingur jarðarinnar, gróðursins, og alls þess fagra sem lifir í umhverfinu. Hún er gyðja ástarinnar, frjósemi, endurnýjunnar lífsins og náttúruaflanna.

Bræður sem stóðu að undirbúningi fóru strax að leita að hentugu húsnæði fyrir starfið og fundu hús að Flugvallarbraut 736 í Reykjanesbæ sem var á viðráðanlegu verði  og fékk það fljótlega vinnunafnið, litla húsið á sléttunni.  Húsið var hreinlega gert fokhelt en þar voru áður skrifstofur fyrir vopnageymslur hersins sem var áður á vellinum eins og þetta svæði var kallað.

Mikið kapp var lagt í að húsið væri klárt fyrir þá dagsetningu sem hafði verið ákveðin en hún var 7.9.13 en þessar tölur kannast flestir við sem eru í reglustarfi. Nú var komið að því að stofna formlega stúkuna Gaia, bæjarhátíð Reykjanesbæjar  ljósnanótt var þessa helgi en veðrið lék ekki við bræður, mikill vindur og rigning en bræður létu það ekki á sig fá enda enda ýmsu vanir.

Það voru 113 bræður frá Íslandi Noregi Finlandi og Svíþjóð mættir til að vera við stofnun stúkunar Gaia sem yrði grunnstúka númer 4 á Íslandi en fyrir voru stúkurnar Janus, Fjölnir og Geysir ásamt stórstúku Ísafold. Eftir fundinn var boðið upp á léttann pinnamat en síðan var formleg veisla í íþróttahúsi Keflavíkur með mökum.

  • Stofndagur

    7. september 2013

  • Heimilisfang

    Flugvallarbraut 736, 262 Reykjanesbæ

  • Fundardagar

    Þriðjudagar, aðra hvora viku

  • Stúkunúmer

    Gaia er Stúka nr. 058

  • Móðurstúka

    Drúídstúkan Fjölnir

  • Stórstúka

    Stórstúkan Ísafold

  • Fjöldi bræðra

    Það eru 33 bræður í Gaia (Nóv. 2023)

  • Hlutfall bræðra

    21% virkra bræðra eru í Gaia

Almenn fyrirspurn til Gaia

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.

Embættismenn Gaia

2024-2026

Fyrri stjórnir

Stjórn 2022-2024

Stjórn 2019-2022

Stjórn 2017-2019

Stjórn 2016-2017

Stjórn 2013-2016

error: Efni á þessari heimasíðu er höfundarréttarvarið. Vefstjóri.