BlackSimpleBeautifulNatureEmailHeader

Drúídstúkan Janus

Fyrsta Drúídstúkan á Íslandi, stúkan Janus, var stofnuð 27. september 1996.

Stofnendur stúkunnar voru: Ari Óskar Jóhannesson, Eggert Kristinsson, Ómar Einarsson, Pétur Einarsson, Davíð W. Jack, Hallur Jónsson, Jón Kr. Sigurðsson, Sigurður Þórðarson, Elías Jóhannesson, Hrafn Björnsson.

Fyrst voru fundirnir haldnir að Hverfisgötu 105 og voru fámennir til að byrja með en fór svo hægt fjölgandi í hópnum.

Haustið 1998 fluttist stúkan að Lynghálsi 10 og hélt fundi sína þar þann veturinn. Haustið 1999 flutti Janus í húsnæði að Álfabakka 14 og var þar til janúarloka 2004. Í febrúar 2004 fluttu Drúídarnir svo loks í eigið húsnæði að Síðumúla 1 og störfuðu þar óslitið fram á sumar 2016. Um haustið flutti Janus ásamt stúkunum Fjölni, Geysi og Stórstúkunni Ísafold, í Þarabakka 3.

Mikil vinna var lögð í að standsetja húsnæðið að Þarabakka 3. Bræður úr öllum stúkum voru duglegir að hjálpast að við að koma húsnæðinu í gott stand. Húsnæðið er nú hið glæsilegasta og þar njóta bræður þess að vera saman.

Mikið og gott starf er í stúkunni Janus sem telur núna um 43 bræður og framtíðin er björt í okkar félagsskap og verður það vonandi um ókomin ár.

 • Stofndagur

  27. september 1996

 • Heimilisfang

  Þarabakki 3, 109 Reykjavík

 • Fundardagar

  Miðvikudagar, aðra hvora viku

 • Stúkunúmer

  Janus er stúka nr. 038

 • Móðurstúka

  Drúídstúkan Nidaros

 • Stórstúka

  Stórstúkan Ísafold

 • Fjöldi bræðra

  Það eru 45 bræður í Janusi (maí 2024)

 • Hlutfall bræðra

  28% virkra bræðra eru í Janusi

Almenn fyrirspurn til Janusar

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.

Embættismenn Janusar

2023-2025

Stjórn 2021-2023

Stjórn 2019-2021

Stjórn 2017-2019

Stjórn 2015-2017

Stjórn 2013-2015 (seinni)

Stjórn 2013-2015 (fyrri)

Stjórn 2011-2013

Stjórn 2009-2011

Stjórn 2007-2009

Stjórn 2005-2007

Stjórn 2003-2005

Stjórn 2001-2003

Stjórn 1999-2001

Stjórn 1996-1999