Sameinaða Gamla Drúíd Reglan

Forsíða
Stúkustarfið
Ný stúka á Íslandi
Vefir drúída
Fyrir félagsmenn
Stúkustarfið
Félagsaðild

Hver sá karlmaður sem orðinn er 25 ára, er fjárhagslega sjálfstæður, nýtur almennrar virðingar og hefur full ríkisborgararéttindi getur sótt um aðild. Umsækjandi þarf að auki að hafa tvo félagsmenn sem meðmælendur. Umsókn er bundin við ákveðna stúku. Stúkurnar halda reglulega kynningarfundi og er það upplagður vettvangur fyrir þann sem vill kynna sér betur starfssemi og hugmyndafræði Reglunnar.

Drúídar eru ekki leynifélag en sumt í starfinu er þó leynilegt.
Í stúkunum finnur þú, vingjarnlega menn úr ýmsum starfsgreinum og á öllum aldri. Staða eða titill hefur enga merkingu. Það sem gildir ert þú sjálfur og áhugi þinn á markmiðum Reglunnar. Flestir sem gerast félagar eru það fyrir lífstíð.

Félagsaðild fylgir viss kostnaður. Árgjöld og gráðugjöld fjármagna kostnað við rekstur stúkunnar og til framleiðslu á ýmsum búnaði sem nauðsynlegur er. Á hverjum fundi er sameiginleg máltíð sem er hluti af stúkufundinum, þar greiðir hver einstaklingur fyrir sig.

Stúkufundur

Fundir eru haldnir aðra hverja viku.

1. Stúkan Janus - er með fundi á miðvikudögum kl. 19:30
2. Stúkan Fjölnir - er með fundi á miðvikudögum kl. 20:00
3. Stúkan Geysir - er með fundi á þriðjudögum kl. 20:00
4. Stúkan Gaia - er með fundi á fimmtudögum kl. 20:00
 
Stúkufundurinn skiptist í þrjá hluta. Hann hefst á formlegum fundi og þar á eftir er sameiginleg máltíð. Eftir máltíðina er frjálslegur eftirfundur þar sem félögum gefst tækifæri til að ræða saman í ró og næði og kynnast betur.

Í gegnum fundartextana á formlega fundinum vinnur stúkan að því að þroska lífsviðhorf, samstöðu, vináttu og bróðurkærleik sinna félagsmanna.

Stúkurnar skipuleggja einnig ferðir, skemmtanir og aðrar uppákomur þar sem makar félagsmanna taka þátt.


uppfært 20.9.2013

ForsíðaStúkustarfiðNý stúka á ÍslandiVefir drúídaFyrir félagsmenn