BlackSimpleBeautifulNatureEmailHeader

"Þetta er skemmtilegasti félagsskapur sem ég hef verið í og hef eignast bræður fyrir lífstíð"

- ummæli Reglubróðurs

Hver sá karlmaður sem orðinn er 21 árs, er fjárhagslega sjálfstæður, nýtur almennrar virðingar og hefur full ríkisborgararéttindi getur sótt um aðild. Umsækjandi þarf að auki að hafa tvo félagsmenn sem meðmælendur. Umsóknir eru bundnar við ákveðna stúku og almennt er ekki hægt að skipta um stúku eftirá.

Stúkurnar halda reglulega kynningarfundi og er það upplagður vettvangur fyrir þann sem vill kynna sér betur starfssemi og hugmyndafræði Reglunnar. Drúídar eru ekki leynifélag en sumt í starfinu er þó leynilegt.

Ef þú hefur ekki meðmælendur þá skaltu byrja á að skrá þig á kynningarfund. Til að kynnast bræðrum er t.d. hægt að elda á stúkukvöldum sem gestakokkur og mæta á viðburði sem eru opnir öllum áhugasömum.

Í stúkunum finnur þú, vingjarnlega menn úr ýmsum starfsgreinum og á öllum aldri. Staða eða titill hefur enga merkingu. Það sem gildir ert þú sjálfur og áhugi þinn á markmiðum Reglunnar. Flestir sem gerast félagar eru það fyrir lífstíð.

Félagsaðild fylgir viss kostnaður. Árgjöld og gráðugjöld fjármagna kostnað við rekstur stúkunnar og til framleiðslu á ýmsum búnaði sem nauðsynlegur er.

Á hverjum fundi er sameiginleg máltíð sem er hluti af stúkufundinum, þar greiðir hver einstaklingur fyrir sig.

Fundir eru haldnir aðra hverja viku.

 • Stúkan Janus í Reykjavík
  fundir á miðvikudögum kl. 19:30
 • Stúkan Fjölnir í Reykjavík
  fundir á miðvikudögum kl. 19:30 (hina vikuna)
 • Stúkan Geysir í Reykjavík
  fundir á þriðjudögum kl. 19:30
 • Stúkan Gaia í Reykjanesbæ
  fundir á þriðjudögum kl. 20:00 (hina vikuna)

Stúkufundurinn skiptist í þrjá hluta. Hann hefst á formlegum fundi þar sem stuðst við ákveðið handrit og þar á eftir er sameiginleg bræðramáltíð. Eftir máltíðina er frjálslegur eftirfundur þar sem félögum gefst tækifæri til að ræða saman í ró og næði og kynnast betur. Stundum eru fróðleg erindi eða skemmtanir á eftirfundinum.

Í gegnum fundartextana á formlega fundinum vinnur stúkan að því að þroska lífsviðhorf, samstöðu, vináttu og bróðurkærleik sinna félagsmanna.

Stúkurnar skipuleggja einnig ferðir, skemmtanir og aðrar uppákomur þar sem makar og vinir bræðra geta tekið þátt.

"Ég hlakka alltaf til að fara á fundi og njóta kyrrðarinnar sem kemur yfir mann. Svo skemmir ekki að það er góður matur eftir fund."

- ummæli Reglubróðurs

Viltu vita meira?

Beiðni um kynningarfund á Hinni Íslensku Drúídreglu:

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Þekkir þú einhvern sem er í Hinni Íslensku Drúídreglu?
Ef svarið er já, skaltu skrifa nafn viðkomandi hér að neðan:
Hvar viltu koma á kynningarfund?
Vikudagar sem hentar þér til að mæta á kynningarfund:
Kynningarfundir eru að öllu jöfnu haldnir seinni part dags eða að kveldi.
Hvar heyrðir þú um Hina Íslensku Drúíd Reglu?
Með því að senda þessa umsókn staðfestir þú:
Við tökum persónuvernd alvarlega og erum staðráðnir í að standa vörð um persónuverndarlög, heiðarleika, aðgengi og trúnað persónuupplýsinga. Upplýsingarnar eru aðeins notaðar innan Hinnar Íslensku Drúídreglu. Með því að senda þessa umsókn staðfestir þú allar uppgefnar upplýsingar eru sannar og réttar.