BlackSimpleBeautifulNatureEmailHeader

Saga okkar hófst árið 1781

Hin forna Drúídregla var stofnuð í Englandi 1781 sem lokaður félagsskapur. Saga Reglunnar er sú að hún var sett á laggirnar af Henry Hurle, byggingameistara og landmælingamanni í London, á fundi á kránni Kings Arms í Poland Street í London.

Með tímanum hefur Reglunni vaxið ásmegin og er nú að finna í mögum löndum víðsvegar um heiminn, s.s. í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Sviss, Finnlandi og Íslandi.

Fyrsta Drúídstúkan í Noregi, Nordstjernen í Osló, var stofnuð 1935. Í dag eru í kringum 54 stúkur í Noregi og starf reglunnar fær stöðugt meiri undirtektir.

Drúídreglan barst til Íslands frá Noregi 1996 en þá var stúkan Janus stofnuð í Reykjavík. Frá upphafi hefur verið mikill kraftur í uppbyggingu Reglunnar hér á landi og því leið ekki langur tími frá landnámi Reglunnar að önnur stúka var stofnuð 1998 í Reykjavík, stúkan Fjölnir. Þriðja stúkan var stofnuð í Hveragerði árið 2002, stúkan Geysir. Fjórða stúkan var stofnuð í Reykjanesbæ þann 7. september 2013, stúkan Gaia.

Stórstúkan Ísafold sem var undir Hinni Norsku Ríkisstórstúku var stofnuð árið 2008 sem var svo lögð í dvala við stofnun Hinnar Íslensku Drúídreglu þann 25. febrúar 2023.

Aðalmarkmið Reglunnar er að stuðla að auknum þroska einstaklingsins og vinna að vináttu manna um allan heim, vináttu byggða á réttlæti, velvild og bróðurkærleika. Þessu markmiði leitast Reglan við að ná með því að upplýsa félaga sína um siðfræðileg og andleg vermæti.

Reglan er meira en bara venjulegt félagslíf. Megin atriðið er að vinna með hugsjónir og markmið Reglunnar, vinna að því að rækta sjálfan sig til að verða betri einstaklingur og vinna að því að tileinka sér þekkingu sem hefur varanlegt gildi.

Þetta gerist einkum með bróðurlegum samskiptum félaganna. Reglan er hlutlaus gagnvart stjórnmálum og trúarbrögðum. Félagar eru teknir í Regluna án tillits til stjórnmála- eða trúarskoðana. Sá er óskar eftir félagsaðild þarf að vera undir það búinn að því fylgi viss krafa um ástundun og kostnaður. Sjá nánar í “Stúkustarfið“.

Stúkurnar Janus, Fjölnir og Geysir starfa í Reykjavík og fer reglustarfið fram í eigin húsnæði stúknanna að Þarabakka 3.

Stúkan Geysir starfaði fyrstu árin á Suðurlandi og fór Reglustarfið fram í húsnæði stúkunnar að Básnum, Efstalandi í Ölfus þar til stúkan var flutt til Reykjavíkur.

Stúkan Gaia starfar á Reykjanesi og fer reglustarfið fram í eigin húsnæði stúkunnar að Flugvallarbraut 736 Ásbrú, Reykjanesbæ.

Uppbygging Hinnar Íslensku Drúídreglu

Ríkisstórstúka HÍDR

Stofnuð 25. febrúar 2023

Stórstúkan Ísafold

Stofnuð árið 2008, starfrækt til ársins 2023

Stórstúkan Ísafold

Stofnuð árið 2008 og er Stórstúka yfir stúkunum Janus, Fjölnir, Geysir og Gaia

Stórstúkan NR 2

Stofnuð árið 2050

Drúídstúkan Janus

Stofnuð árið 1996, starfrækt í Reykjavík

Drúídstúkan Fjölnir

Stofnuð árið 1998, starfrækt í Reykjavík

Drúídstúkan Geysir

Stofnuð árið 2002, starfrækt í Reykjavík

Drúídstúkan Gaia

Stofnuð árið 2013, starfrækt í Reykjanesbæ

Funda- og viðburðadagatal

error: Efni á þessari heimasíðu er höfundarréttarvarið. Vefstjóri.