BlackSimpleBeautifulNatureEmailHeader

Ríkisstórstúka Íslands

Þann 25. September 2021 var haldinn fundur með embættismönnum í Stórstúkunni Ísafold með RSEE norsku Reglunnar, Geir Kåre Jordheim. Á þessum fundi var samþykkt að fara í undirbúning og kanna hug bræðra í Grunnstúkunum og fá þeirra samþykki fyrir því að fara í undirbúningsvinnuna.

Lagt var í mikla undirbúningsvinnu með embættismönnum í hinni norsku Drúídreglu og  embættismanna Stórstúkunnar Ísafold og fleiri bræðra á Íslandi.  Margir fundir voru haldnir.

Síðan var kosið um stofnun hinnar íslensku Drúídreglu á fundi vorið 2022 og það samþykkt. Tilnefndir fyrstu embættismenn HÍDR, sem samanstóð af fjórum fráfarandi embættismönnum Stórstúkunnar Ísafoldar og fjórum nýjum.

Stofnfundurinn var svo ákveðinn 25. febrúar 2023. Mikil undirbúningsvinna fór af stað af mörgum bræðrum til að gera þennan stofnfund eftirminnilegan og hátíðlegan. Fengið var afnot af húsi Frímúrara við Bríetartún, því ljóst var að mikill fjöldi kæmi á fundinn.

Á fundinn mættu 171, þar af voru 29 frá Noregi, 10 frá Svíþjóð, 2 frá Danmörku, 3 frá Þýskalandi, 1 frá Ástralíu og 2 frá Bandaríkjunum. Einnig voru á fundinum Stórmeistarar Frímúrarareglunnar í Noregi og á Íslandi.

 • Stofndagur

  25. febrúar 2023

 • Heimilisfang

  Þarabakki 3, 3ja hæð, 109 Reykjavík

 • Móðurstúka

  Ríkisstórstúka Noregs

 • Æðsta vald HÍDR

  Ríkisþing er æðsta yfirvald Reglunnar

 • Fjöldi Stórstúkna

  Engin virk Stórstúka

 • Fjöldi Grunnstúkna

  4 grunnstúkur (Nóv. 2023)

 • Fjöldi bræðra

  161 bróðir tilheyrir HÍDR (Jan. 2024)

Almenn fyrirspurn til Kansellí HÍDR

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.

Embættismenn Ríkisstórstúku

2023-2026