Haustið 2006 fór norska Ríkisstórstúkan að ræða um að tímabært væri að stofna Stórstúku á Íslandi og að bræður á Íslandi færu í auknum mæli að taka að sér þau verkefni er að þeim snéru. Í byrjun árs 2007 að þetta fór á full skrið.
Fyrstu embættismenn Stórstúkunnar á Íslandi voru valdir af Stjórn Reglunnar. Allir þeir bræður er leitað var til gáfu jákvætt svar við þessari beiðni. Hin norska Ríkisstórstúka spurði fyrst þann sem þeir höfðu í huga sem SEE, hvort hann væri tilbúinn að taka að sér þetta starf. Þegar hann hafði gefið jákvætt svar sendu þeir honum nöfnin á öðrum væntanlegum embættismönnum.
Fyrsti fundur væntanlegra Stórstúkuembættismanna að undirbúningi íslensku Stórstúkunnar var haldinn 13. ágúst 2007. Þetta undirbúningsár fór í þýðingar á fundartextum sem og annan undirbúning fyrir stofnun Stórstúkunnar. Væntanlegir embættismenn Stórstúkunnar tóku þá strax um haustið 2007 að hluta til yfir þau verkefni sem norska Ríkisstórstúkan hafði séð um áður og að vera tengiliður íslensku grunnstúknana við norsku Ríkisstórstúkuna.
Stórstúkan Ísafold var síðan stofnuð 10. október 2008 og sáu embættismenn Hinnar norsku Ríkisstórstúku um þá athöfn sem fór fram við hátíðlega athöfn í húsi Frímúrara í Reykjavík að viðstöddum 98 bræðrum.
Við stofnun á Hinni íslensku Drúídreglu var Stórstúkan Ísafold lögð í dvala og verður ekki endurvakin fyrr en þarf.
10. október 2008 (starfaði til 2023)
Þarabakki 3, 3ja hæð, 109 Reykjavík
Stórstúkur halda minnst 3 fundi á ári
Ísafold er Stórstúka nr. 110
Ríkisstórstúka Noregs
Ríkisstórstúka HÍDR
Það voru 4 grunnstúkur undir Ísafold
Það voru 153 bræður undir Ísafold
Þarabakka 3, 3ju hæð, 109 Reykjavík
Opið miðvikudaga frá kl. 13:00-15:00